Skip to main content

Góðar gjafir

By Uncategorized

Hinu nýja húsnæði SHA, Friðarhúsi á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, berast sífellt nýjar gjafir. Nú síðast bættust við búslóðina uppþvottavél, ísskápur og hillusamstæða – en allir þessir hlutir munu koma að góðu gagni.

Sem fyrr er lýst eftir sjónvarpstæki og vídeótæki til sýningar á hvers kyns heimildarmyndum og fræðsluefni. Þá er ljóst að samtökin þurfa á faxtæki að halda. Gjafmildir velunnarar eru hvattir til að hafa samband við SHA með því að senda póst á sha@fridur.is

Opinn miðnefndarfundur í Friðarhúsi

By Uncategorized

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi kl. 20. Fundurinn er opinn öllum, en meðal þess sem rætt verður eru atburðir næstu daga og vikna í hinu nýja húsnæði SHA, undirbúningur friðargöngu á Þorláksmessu og málefni Dagfara, tímarits SHA.

Friðarráðstefna á laugardag

By Uncategorized

imagesVert er að vekja athygli friðarsinna á ráðstefnu um ungt fólk, friðar- og mannréttindamál sem haldin verður í Ráðhúsi Reykjavíkur, laugardaginn 19. nóvember frá kl. 14 til 17:30.

Á dagskrá ráðstefnunnar, sem sjá má á heimasíðu hennar, verða meðal annars ræður og erindi, tónlistarflutningur o.fl. Ýmis friðar- og mannréttindasamtök kynna starfsemi sína á staðnum.

Líflegar baráttuaðferðir

By Uncategorized

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum í Friðarhúsi.

Fimmtudagsfundurinn að þessu sinni er helgaður óhefðbundnum baráttuaðferðir. Hvernig geta friðarsinnar komið boðskap sínum á framfæri svo eftir verður tekið? Getum við búið í haginn fyrir aðgerðir framtíðarinnar? Hvað eigum við að gera næst þegar vígbúið herskip mætir í Reykjavíkurhöfn með sólarhrings fyrirvara?

Birgitta Jónsdóttir skáldkona og friðarsinni mun opna umræðurnar, sem eflaust verða frjóar og skemmtilegar. Húsið verður opnað kl. 20 en formleg dagskrá heft um hálftíma síðar.

Kaffiveitingar verða á boðstólum og léttar veitingar á vægu verði.

Friðarráðstefna í Ráðhúsi Rvk.

By Uncategorized

Friðar- og mannréttindaráðstefna ungs fólks er haldin í Ráðhúsinu laugardaginn 19. nóvember frá kl. 14 til 17:30. Á dagskránni verða fjölmörg erindi um friðarmál, kynningar á félagasamtökum sem hafa baráttumál þessi á stefnuskrá sinni og tónlistaratriði.