Krásir

By 15/12/2005 Uncategorized

KokkurFöstudagskvöldið 16. desember verður efnt til fjáröflunarmálsverðar í Friðarhúsi, þar sem friðarsinnar geta kýlt vömbina fyrir aðeins 1000 krónur. Yfirkokkur verður Guðrún Bóasdóttir (Systa) og vita þá matgæðingar að von er á góðu.

Borðhald hefst kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Meðan á veislunni stendur mun Birgitta Jónsdóttir skáldkona lesa úr nýútkominni bók sinni og Hrund Ólafsdóttir leikskáld ýtir úr vör umræðum um mótmæli, en það er einmitt viðfangsefni leikrits hennar, Frelsi, sem sýnt hefur verið við góðar undirtektir í Þjóðleikhúsinu.

Matseðill föstudagskvöldsins liggur nú fyrir, en hann er á þessa leið:

* Arabískur karrý-kjúklingaréttur
* Rauðrófupottréttur
* Rauðkálssalat að asískum hætti
* Rauðrófur í hvítlaukssósu
* Hrísgrjón

Léttar veitingar á vægu verði.

Allir velkomnir.