All Posts By

Stefán Pálsson

Dagskrá í Tjarnarsal, 8. mars

By Uncategorized

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur mánudaginn 8.mars 2010 kl.17.

Við getum betur!

Fundarstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir

Ávörp:

María S. Gunnarsdóttir: Framlag okkar til friðvænlegri heims.

Þórdís Elva Þorvaldsd. Bachmann: Kynbundið ofbeldi.

Helga Sif Friðjónsdóttir: Heilsugæsla fyrir jaðarhópa.

Barbara Kristvinsson: Við getum betur

Andrés Ingi Jónsson: Framtíð ófæddra barna.

Guðrún Hallgrímsdóttir: Hælisleitendur, hvað getum við gert?

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir: Fjölmiðlar og konur.

Kvennakór við Háskóla Íslands syngur undir stjórn Margrétar Bóasdóttur.

* * *

Menningar- og friðarsamtökin MFÍK, BHM-Bandalag háskólamanna, BSRB-Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Félag ísl. hjúkrunarfræðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands, Íslandsdeild Amnesty International, Kennarasamband Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennahreyfing Öryrkjabandalags Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Samtök um Kvennaathvarf, SHA – Samtök hernaðarandstæðinga, Sjúkraliðafélag Íslands, ST.Rv – Starfsmannafélag Reykjavíkur, Þroskaþjálfafélag Íslands.

Vissir þú…?

By Uncategorized

Hernaðarbandalagið Nató hefur þá yfirlýstu stefnu að aðildarríki þess skuli verja sem nemur 2% af landsframleiðslu sinni til öryggis- og varnarmála. Hafa aðildarríkin ítrekað verið hvött til að standa við þessi markmið og hafa íslenskir ráðamenn staðið að slíkum samþykktum.

Nærri lætur að þessi upphæð nemi 30 milljörðum króna fyrir Ísland. Það er nærri því sem rekstur Landsspítalans kostar.

Ef íslenskir Nató-sinnar eru samkvæmir sjálfum sér hljóta þeir að gera þá kröfu að Íslendingar standi við þessar skuldbindingar. Ekki satt?

Ögmundur og Steinunn Valdís í Friðarhúsi

By Uncategorized

althingissalurSamtök hernaðarandstæðinga efna til félagsfundar í Friðarhúsi mánudagskvöldið 1. mars n.k. kl. 20. Gestir fundarins verða alþingismennirnir Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Ögmundur Jónasson. Þau eru fyrstu flutningsmenn tillögu sem liggur fyrir Alþingi um að efnt verði til rannsóknar á aðdraganda stuðnings Íslands við stríðið í Írak.

Hernaðarandstæðingar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um mögulegt fyrirkomulag slíkrar rannsóknar og hvaða spurninga mikilvægast sé að leita svara við.

Föstudagsmálsverður Friðarhúss

By Uncategorized

Flag2Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 26. febrúar n.k.

Um matseldina sér að þessu sinni Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi. Matseðillinn verður á þessa leið:

* Argentísk kjötsúpu í ásamt lífrænu og hollu brauði

* Byggkássa úr lífrænu byggi með engiferssojasósu og himneskt súrsætt salat úr lífrænu grænmeti

* Kaffi og kaka

Að borðhaldi loknu mun rithöfundurinn Súsanna Svavarsdóttir lesa úr óbirtri skáldsögu sinni.

Húsið opnar að venju kl. 18:30, en borðhald hefst kl. 19:00. Verð kr. 1.500.