Ögmundur og Steinunn Valdís í Friðarhúsi

By 24/02/2010 Uncategorized

althingissalurSamtök hernaðarandstæðinga efna til félagsfundar í Friðarhúsi mánudagskvöldið 1. mars n.k. kl. 20. Gestir fundarins verða alþingismennirnir Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Ögmundur Jónasson. Þau eru fyrstu flutningsmenn tillögu sem liggur fyrir Alþingi um að efnt verði til rannsóknar á aðdraganda stuðnings Íslands við stríðið í Írak.

Hernaðarandstæðingar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um mögulegt fyrirkomulag slíkrar rannsóknar og hvaða spurninga mikilvægast sé að leita svara við.