Vissir þú…?

By 04/03/2010 Uncategorized

Hernaðarbandalagið Nató hefur þá yfirlýstu stefnu að aðildarríki þess skuli verja sem nemur 2% af landsframleiðslu sinni til öryggis- og varnarmála. Hafa aðildarríkin ítrekað verið hvött til að standa við þessi markmið og hafa íslenskir ráðamenn staðið að slíkum samþykktum.

Nærri lætur að þessi upphæð nemi 30 milljörðum króna fyrir Ísland. Það er nærri því sem rekstur Landsspítalans kostar.

Ef íslenskir Nató-sinnar eru samkvæmir sjálfum sér hljóta þeir að gera þá kröfu að Íslendingar standi við þessar skuldbindingar. Ekki satt?