Ályktun landsfundar um tafarlausan frið í Úkraínu

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga krefst þess að samið verði um vopnahlé í stríðinu í Úkraínu án tafar. Áframhald þessa stríðs stefnir í stigmögnun sem getur leitt til kjarnorkustríðs.

Við beinum því til íslenskra stjórnvalda að beita sér fyrir friðarsamningum og í framhaldi af því stuðningi við endurbyggingu Úkraínu í samstarfi við alla íbúa landsins.