Marsfjáröflunar-málsverður SHA

Föstudaginn 31. mars verður fjáröflunarmálsverður SHA haldinn í Friðarhúsi og um leið verður landsfundur samtakanna settur formlega.

Matseðill:

  • Dóra Svavarsdóttir og Heiða Dögg Liljudóttir bjóða upp á hlaðborð fyrir grænkera og kjötætur undir pakistönskum áhrifum. Ærpottréttur, grænmetispottréttur, grjón og eðalbrauð.
  • Kaffi og hjónabandssæla að hætti Þorvaldssonar.

Að borðhaldi loknu mun þjóðlagatvíeykið Bára og Chris taka lagið & Kristín Svava Tómasdóttir gerir grein fyrir verðlaunabókinni Farsótt. Sest verður að snæðingi kl. 19 en húsið opnar hálftíma fyrr. Verð kr. 2.500.

Öll velkomin.