Skip to main content
Monthly Archives

October 2025

Saag ghost

Októbermálsverður í Friðarhúsi

By Viðburður
Lagfæringum í Friðarhúsi eftir lekann fyrr í haust má heita lokið og nú er blásið til fyrsta fjáröflunarmálsverðar haustsins á hrekkjavökunni sjálfri, föstudaginn 31. október. Jón Yngvi Jóhannsson sér um eldamennskuna en Eskihlíðargengið útbýr grænkeraréttinn.
Matseðill:
* Saag ghost – spínatkarrí með lambi og tilheyrandi meðlæti í pakistönskum anda.
* Dahl með spínati
* Kaffi og konfekt
Að borðhaldi loknu mun Júlía Margrét Einarsdóttir lesa úr nýlegri skáldsögu sinni. Gunna Lára tekur lagið. Verð kr. 2.500. Sest verður að snæðingi kl. 19. Öll velkomin.

Hermang og hræðsluáróður

By Í brennidepli, Viðburður
Samtök hernaðarandstæðinga boða til óformlegs umræðufundar um hervæðingu Íslands og mótspyrnu gegn henni í Friðarhúsi miðvikudaginn 29. október kl. 20:00.
SHA leggja áherslu á að raunverulegir öryggishagsmunir Íslands byggi á friði og herleysi og kalla eftir umræðu um hvernig er hægt að vekja athygli á því meðal almennings og pressa á stjórnvöld um friðvænlegri stefnu.
Síðustu mánuði hafa dunið yfir okkur fréttir af því hvernig Ísland dregst sífellt lengra inn í stríðsæsinginn í Evrópu. Háum fjárhæðum er lofað í vopnakaup, hernaðartengdar framkvæmdir fyrir erlenda heri á Íslandi og sífellt fleiri viljayfirlýsingar eru undirritaðar um hernaðarsamvinnu. Á sama tíma hefur komið upp háværari umræða um stofnun íslensks hers. Allt gerist þetta í skugga þess að heimsmynd íslenskra- og evrópskra hernaðarsinna og talsmanna vestrænnar samvinnu hefur hrunið. Það er því langt síðan gefist hefur betra tækifæri til og verið meiri þörf á því að tala fyrir friðsamlegum valkostum.