 
        
Lagfæringum í Friðarhúsi eftir lekann fyrr í haust má heita lokið og nú er blásið til fyrsta fjáröflunarmálsverðar haustsins á hrekkjavökunni sjálfri, föstudaginn 31. október. Jón Yngvi Jóhannsson sér um eldamennskuna en Eskihlíðargengið útbýr grænkeraréttinn.
Matseðill:
* Saag ghost – spínatkarrí með lambi og tilheyrandi meðlæti í pakistönskum anda.
* Dahl með spínati
* Kaffi og konfekt
* Saag ghost – spínatkarrí með lambi og tilheyrandi meðlæti í pakistönskum anda.
* Dahl með spínati
* Kaffi og konfekt
Að borðhaldi loknu mun Júlía Margrét Einarsdóttir lesa úr nýlegri skáldsögu sinni. Gunna Lára tekur lagið. Verð kr. 2.500. Sest verður að snæðingi kl. 19. Öll velkomin.
 
				