
Miðvikudaginn 6. ágúst kl. 22:30 stendur Samstarfshópur friðarhreyfinga fyrir kertafleytingu til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Komið verður saman við suðvesturenda Reykjavíkurtjarnar. Snæbjörn Guðmundsson formaður Náttúrugriða flytur ávarp og Steinunn Þóra Árnadóttir verður fundarstjóri. Flotkerti verða seld á staðnum og kosta 1.000 krónur.
Í ár eru 80 ár frá því að Bandaríkjaher varpaði kjarnorkusprengjum á Hírósíma og Nagasakí. Samstarfshópur friðarhreyfinga stendur því einnig fyrir málþingi í Ráðhúsinu kl. 15-17 sem Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjórnar setur. Guðni Th. Jóhannesson prófessor, Rósa Magnúsdóttir prófessor og Stefán Pálsson sagnfræðingur verða með erindi og Hörður Torfason flytur tónlist.
Strax á undan kertafleytingunni verður svo ljóðalestur á friðarljóðum í Hljómskálanum og hefst hann kl. 21. Þar koma fram ljóðskáldin Anton Helgi Jónsson, Eygló Jónsdóttir, Eyrún Ósk Jónsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Sigurður Skúlason, Soffía Bjarnadóttir og Valdimar Tómasson.
Kertafleytingar verða einnig haldnar sama kvöld á Akureyri, Ísafirði, Patreksfirði, Reyðarfirði og Seyðisfirði.
Við ítrekum kröfuna: Aldrei aftur Hírósíma, aldrei aftur Nagasakí.
Félag leikskólakennara
Friðar og mannréttindahópur BSRB
Menningar og friðarsamtökin MFÍK
Samhljómur menningarheima
Samtök hernaðarandstæðinga
Búddistasamtökin SGI á Íslandi
Friðar og mannréttindahópur BSRB
Menningar og friðarsamtökin MFÍK
Samhljómur menningarheima
Samtök hernaðarandstæðinga
Búddistasamtökin SGI á Íslandi
Dagskráin er styrkt af BSRB, Eflingu og Sameyki.
