Skip to main content
Monthly Archives

September 2024

Kjúklingabauna tagine

Fyrsti fjáröflunar­málsverður haustsins

By Fréttir, Viðburður
Septembermálsverður SHA verður í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, föstudaginn 27. Þóra Kristín Þórsdóttir og Kolbeinn H. Stefánsson stýra pottum og pönnum.
Matseðill – marokkóskt þema:
  • Lambagúllas
  • Kjúklingabaunatagine
  • Brauð og kúskús
  • Kaffi og konfekt
Sest verður að snæðingi kl. 19. Að borðhaldi loknu mun Bony Man taka lagið og Hildur Hákonardóttir myndlistarkona mun segja frá pólitískri list sinni, en hún vann á sínum tíma fjölda áhugaverðra verka tengd friðar- og jafnréttisbaráttunni.
Verð kr. 2.500. Öll velkomin.

Gengið til friðar

By Fréttir, Tilkynningar

Saga herstöðvabaráttunnar 1946-2006

 

Nú er hægt að forpanta bókina “Gengið til friðar, saga herstöðvabaráttunnar 1946-2006” á sérstöku tilboðsverði, 9.990 kr. Þar er rakin saga herstöðvabaráttunnar um sex áratuga skeið.
Í þessari efnismiklu og ríkulega myndskreyttu bók fjallar hópur höfunda um málið frá mörgum hliðum, þar sem einnig er fjallað um birtingarmyndir herstöðvabaráttunnar í bókmenntum, tónlist, myndlist og kvikmyndum svo dæmi séu tekin. Árni Hjartarson er ritstjóri verksins.