Skip to main content
Monthly Archives

October 2022

Kjúklingur

Októbermálsverður í Friðarhúsi

By Viðburður
Fjáröflunarmálsverður Samtaka hernaðarandstæðinga verður í Friðarhúsi föstudagskvöldið 28. október.
Matseldinn verður í höndum ýmissa meðlima í miðnefndinni sem bjóða upp á veglegt hlaðborð. Meðal þess sem í boði er:
* Kjúklingaréttur í mangóchutney
* Rómuð sveppasúpa
* Kjúklingur í teryaki og perlukúskús
* Penang-karrý með jarðhnetum
* Pakora-buff
* Grjón, brauð og salat
* Kaffi og konfekt
Að borðhaldi loknu mun rithöfundurinn Sigríður Víðis Jónsdóttir lesa úr nýútkominni bók sinni „Ríkisfang: Ekkert“. Nánari dagskrá kynnt síðar.
Borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 2.000. Öll velkomin
Samstöðumótmæli með Írönum

Raddir frá Íran

By Í brennidepli, Viðburður
Miklar fregnir berast frá Íran þessa daganna, þar sem söguleg mótmæli eiga sér stað en stjórnvöld reyna að berja þau niður með ofbeldi. Hópur ungra Írana sem búsettur er á Íslandi hefur fylgst náið með ástandinu í heimalandi sínu og reynt að leggja mótmælahreyfingunni lið sitt með ýmsum hætti.
Hluti þessa hóps mun mæta í Friðarhús, Njálsgötu 87, miðvikudagskvöldið 26. október kl. 20 og segja frá stöðu mála í Íran og mótmælahreyfingunni.
Fyrirspurnir og umræður á eftir. Öll velkomin.

Frásögn um friðarferð til Úkraínu

By Viðburður
Um mánaðarmótin fór Maurizio Tani til Úkraínu með fjölþjóðlegu liði friðarsinna til þess að kynna sér friðasamlega andspyrnu í Úkraínu og til að efna til samstarfs við þarlend samtök. Á fundi í Friðarhúsi sem verður á miðvikudaginn 12. október kl. 20:00 segir hann frá ferðinni og sýnir myndir.
Maurizio er meðlimur í SHA og bar kveðju frá samtökunum til Úkraínskra friðarsinna. Baráttan fyrir friði er hvergi erfiðari en í miðjum stríðsátökum. Ómissandi fyrir alla sem hafa áhuga á friðarmálum og Úkraínustríðinu.