Skip to main content
Monthly Archives

March 2020

Martyn Lowe

Martyn Lowe um lögreglunjósnara

By Viðburður
Martyn Lowe

Um árabil hafa lögreglumenn villt á sér heimildir sem aðgerðasinnar og njósnað um baráttusamtök í Bretlandi og víðar. Sumir áttu meira að segja náin kynni við konur innan samtakanna á meðan. Hér á Íslandi njósnaði Mark Kennedy/Stone um mótmælendur gegn Kárahnjúkavirkjun.

Aðfarir þeirra voru afhjúpaðar af meðlimum Greenpeace í Lundúnum og eru nú til rannsóknar. Kona sem átti í sambandi við Kennedy í Bretlandi falast nú eftir upplýsingum um starf hans á Íslandi.

Martyn Lowe sem tók þátt í starfi Greenpeace á meðan að minnsta kosti tveir lögreglunjósnarar störfuðu innan samtakanna er staddur á Íslandi. Hann er einn af 200 lykilmönnum í þessari rannsókn og hann mun tala um hana og lögreglunjósnara á fundinum.

Landsfundi frestað, hætt við marsmálsverð

By Fréttir, Tilkynningar

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fundaði í gær. Í ljósi yfirstandandi faraldurs var ákveðið að fjáröflunarmálsverður Friðarhúss í mars falli niður. Jafnframt var ákveðið að fresta landsfundi SHA, sem til stóð að halda í lok þessa mánaðar um óákveðinn tíma. Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. sem fyrirhugaður er 21. mars n.k. mun þó fara fram eins og staðan er núna.