Taxi to the Dark Side – fimmtudagsbíó í Friðarhúsi

By 02/04/2013 Uncategorized

Heimildarmyndin Taxi to the Dark Side hlaut Óskarsverðlaunin sem besta heimildarmynd ársins 2007. Hún segir frá örlögum leigubílsstjóra í Afganistan sem tekinn var höndum grunaður um tengsl við hryðjuverkamenn og barinn til bana af bandarískum hermönnum árið 2002. Myndin varpar ljósi á notkun pyntinga í stríðinu í Afganistan og hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli.

Hún verður sýnd í Friðarhúsi fimmtudagskvöldið 4. apríl kl. 20. Allir velkomnir.