Skip to main content
Tag

Safnanótt

Sveppaskí í bakgrunni vegaskiltis til Suðurnesja

“Ísland er Atómstöð” Kjarnorkuváin í sögu og samtíð

By Viðburður
Sprengjusveppur
Skjalasafn Samtaka hernaðarandstæðinga opnar dyr sínar fyrir gestum safnanóttar með fræðslu um kjarnokuvánna eins og hún birtist í safnefni og samtíma okkar. Yfirstandandi stríð kjarnorkuvelda hafa minnt óþyrmilega á tilvist kjarnorkuvopna og myndin Oppenheimer vakið umræðu um tilurð þeirra og tilvist. Samtök hernaðarandstæðinga hafa lengi mótmælt kjarnorkuvígbúnaði og eiga í fórums sínum fjöldamörg skjöl og útgefið efni um þá baráttu.
Tómas Jóhannesson eðlisfræðingur flytur fyrirlestur um upphaf sprengjunar og Stefán Pálsson og Tjörvi Schiöth sagnfræðingar sitja fyrir svörum um baráttuna gegn kjarnavopnum á hálfa tímanum, frá 18:30 til 21:30.
Veggspjöld og skjöl um baráttuna gegn kjarnorkuvopnum verða til sýnis á meðan svipmyndir frá baráttunni renna á tjaldinu út kvöldið.
Keflavíkurganga

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

By Viðburður
Sjöundi áratugurinn gengur aftur: Mótmælagöngur og aðgerðir 1960-69 í Friðarhúsi föstudaginn 3. febrúar kl. 18:00-23:00.
Við kynnum starf Samtaka Hernámsandstæðinga með ljósmyndum og kvikmynd frá Keflavíkurgöngum og bregðum upp veggspjöldum í tilefni þess að verið er að skrá sögu þessa tímabils með fulltyngi skjalsafns Hernaðarandstæðinga. Sérfróðir sitja fyrir svörum og sýna myndir og muni tengda göngunum.
Við sýnum stutt myndskeið úr göngunum og fjöllum sérstaklega um þær kl. 19:00, 20:30 og 22:00 eða eftir pöntun.