Spennandi dagskrá á Menningarnótt

By 16/08/2006 Uncategorized

reykjavikNæstkomandi laugardag verður efnt til menningarnætur í Reykjavík. Að því tilefni verður staðið fyrir margvíslegri dagskrá í Friðarhúsi.

Kl. 17 verður myndasýning, þar sem sýnd verður fágæt fréttakvikmynd frá Austurvelli 30. mars 1949 og í framhaldi af því myndin Nafnakall frá 1989, þegar hópur leikara sviðsetti atkvæðagreiðsluna við NATO-inngönguna á Alþingi.

Kl. 18 og 20:30 Sögur af mótmælavaktinni – þátttakendur í Kárahnjúkamótmælum sumarið 2006 segja frá reynslu sinni og upplifun í máli og myndum. Einstakar frásagnir og fjörlegar umræður.

Allir friðarsinnar hjartanlega velkomnir.