Rannsóknarstöð í jarðvísindum reist á rústum herstöðvar

By 13/09/2006 Uncategorized

Eftirfarandi hugmynd var birt á vefsíðu Ögmundar Jónassonar, ogmundur.is, 8. september síðastliðinn:

    Hugmynd um Keflavíkurflugvöll; Í gær sótti ég málþing um eldfjallagarð á Reykjanesi og kom þar upp hugmynd um að nýta byggingarnar á herstöð Keflavíkur til þess að byggja upp háskólasamfélag sem ætlað væri að laða að fólk erlendis frá í rannsóknir og nám í jarðfræðunum öllum, bæði BA, Master og Doktorsnám. Þar væru nemar og vísindafólk í næsta nágrenni við plötuskil og eldfjallagarðinn sem gengur inn á land þarna við Atlantshafið. Hvernig væri að kanna hvort slík hugmynd væri framkvæmanleg og vænleg áður en VG kemst í meirihluta og ríkisstjórn á næsta ári?
    Andrea

Fleiri hugmyndir hafa komið um menntasetur á Suðurnesjum þegar herinn er farinn. Hér á Friðarvefnum hefur verið verið varpað fram hugmynd um að friðarrannsóknarstofnun verði sett þar upp á vegum Háskóla Íslands og Ólafur Þór Gunnarsson læknir hefur viðrað hugmynd um „Björgunarskóla Sameinuðu þjóðanna“.