Ný stjórn Norðurlandsdeildar & ályktun

By 26/10/2009 Uncategorized

akureyrarkirkjaAðalfundur Norðurlandsdeildar Samtaka hernaðarandstæðinga var haldinn sl. fimmtudagskvöld. Góð stemning var á fundinum, þar sem meðal annars var fluttur fyrirlestur um vaxandi vægi einkaaðila í nútíma hermennsku og stríðsrekstri.

Ný stjórn var kjörin á fundinum. Hana skipa:

Formaður:
Kolbeinn Stefánsson

Stjórn:
Andrea Hjálmsdóttir
Bjarni Þóroddsson
Jósep Helgason
Sveinn Arnarsson
Þórarinn Hjartarson

Varamenn:
Kristín Sigfúsdóttir
Rachel Johnstone

Jafnframt semdi fundurinn frá sér eftirfarandi ályktun:

Aðalfundur Samtaka hernaðarandstæðinga á Norðurlandi skorar á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir breyttum áherslum í endurreisn alþjóðahagkerfisins. Áherslur undanfarinna ára hafa leitt af sér aukna misskiptingu og óréttlæti, bæði innan þjóðfélaga og á milli heimshluta.

Þessar sömu áherslur hafa leitt til ágangs á auðlindir náttúrunnar, mengun og náttúruspjöll, hróplegu misrétti, eymd og fátækt. Verði ekki lát á þessari þróun mun það leiða til tíðari og harðari átaka í heiminum. Þverrandi auðlindir leiða til harðnandi samkeppni um yfirráð og vaxandi misskiptingu verður aðeins viðhaldið með ofbeldi og kúgun. Kerfið er úr sér gengið og verður að víkja fyrir nýjum áherslum á mannúð, frelsi, velferð og réttlæti.