Njósnað um gest SHA!

By 25/10/2011 Uncategorized

Martyn Lowe, bókavörður, friðarsinni og aktívisti, verður gestur á félagsfundi SHA miðvikudaginn 26. október kl. 20 í Friðarhúsi. Hann hefur í gegnum tíðina starfað með fjölda samtaka sem berjast á sviði umhverfis- og friðarmála. Nú síðast með friðarhópi Greenpeace í Lundúnum.

Hópurinn er þessa daganna mjög til umræðu í breskum fjölmiðlum, vegna nýs njósnahneykslis sem upp er komið. Breskur lögreglumaður í dulargerfi gerðist flugumaður í hópnum og minnir málið talsvert á mál njósnarans Mark Kennedy, sem meðal annars kom að mótmælum gegn Kárahnjúkavirkjun. Fjallað er um málið í The Guardian og er Martyn Lowe meðal viðmælenda blaðsins. Hann hefur raunar fjallað nokkuð um það á bloggsíðu sinni síðustu daga.

Lowe mun meðal annars fjalla um þessi njósnamál á fundinum á miðvikudag. Allir velkomnir.