Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

By 08/08/2006 Uncategorized

Landvernd Fundur Landverndar og sex norrænna náttúruverndarsamtaka sem haldin var í Færeyjum dagana 31. júlí – 3. ágúst 2006 sendi ríkisstjórn Íslands eftirfarandi orðsendingu vegna brottfarar bandaríkjahers frá Íslandi:

Þar sem bandaríkjaher er nú á förum frá Íslandi þarf að tryggja hagsmuni Íslendinga er varða umhverfisgæði. Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum beina því til ríkisstjórnar Íslands að sjá til þess að nauðsynlegar rannsóknir fari fram og að menguð svæði verði hreinsuð með fullnægjandi hætti á kostnað mengunarvalds í samræmi við mengunarbótaregluna.

Herinn hefur haft umsvif víðsvegar á Íslandi í hart nær sextíu ár. Víða um heim þar sem herstöðvar hafa verið starfræktar hefur slík starfsemi valdið umtalsverðri mengun í jarðvegi og grunnvatni. Ísland er engin undantekning í þeim efnum þar sem fundist hefur mengun sem rakin hefur verið til starfsemi bandaríkjahers á nokkrum svæðum á landinu.

www.landvernd.is