Skip to main content

Marsmálsverður SHA

Nú er komið að marsmálsverði SHA, föstudaginn 28. mars í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, kvöldið fyrir landsfund. Þorvaldur Þorvaldsson og Lowana Veal úr miðnefnd SHA sjá um matseld.
Matseðill:
* Lasagne með kjöti
* Eþíópiskur linsubaunaréttur með sætum kartöflum
* Pakora buff
* Hrísgrjón
* Salat
* Bláberja flapjack og hjónabandssæla með kaffinu
Að borðhaldi loknu mun Eva Rún Snorradóttir lesa úr nýlegri skáldsögu sinni „Eldri konur“ og tónlistarmaðurinn Markús tekur nokkur lög.
Sest verður að snæðingi kl. 19. Verð kr. 2500. Öll velkomin