Málsverður & Bjartmar á föstudaginn langa

By 21/03/2016 Uncategorized

Samtök hernaðarandstæðinga láta ekki deigan síga þótt föstudaginn langa beri upp á síðasta föstudag mánaðarins. Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn að venju þann 25. mars n.k. og hefst að venju kl. 19.

MFÍK sér um eldamennskuna að þessu sinni og er matseðillinn glæsilegur að vanda:

  • Fiskisúpa að hætti Sigrúnar
  • Grænmetissúpa
  • Salat og brauð
  • Eftirréttur

Að boðrhaldi loknu mun trúbadorinn ástsæli Bjartmar Guðlaugsson troða upp.

Verð kr. 2.000. Öll velkomin.