Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

By 25/04/2007 Uncategorized

KokkurHinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld. Að þessu sinni verður matreiðslan í höndum félaga í MFÍK, en félagið hefur haldið ófá fundi og samkomur í Friðarhúsi síðustu misserin.

Matseðillinn er glæsilegur að venju; Hann verður að hætti Veroniku S.K.Palaniandy frá Singapúr:
* Gado gado salat; grænmeti ásamt öðru góðgæti í hnetu- og kósossósu.
* Gult karrý með kjötmeti ásamt hrísgrjónum (basmati- og jasminehrísgjónum blönduðum saman) og nýbökuðu brauði.

* Þá verður boðið upp á nýrnabauna- og núðlurétt.

Borðhald hefst kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Málsverðurinn kostar litlar 1.500 krónur.

Að máltíð lokinni munu félagar í ungskáldahópnum Nykri lesa úr verkum sínum.