Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fundaði í gær. Í ljósi yfirstandandi faraldurs var ákveðið að fjáröflunarmálsverður Friðarhúss í mars falli niður. Jafnframt var ákveðið að fresta landsfundi SHA, sem til stóð að halda í lok þessa mánaðar um óákveðinn tíma. Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. sem fyrirhugaður er 21. mars n.k. mun þó fara fram eins og staðan er núna.