Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

By 30/06/2005 Uncategorized

Bulletin of the Atomic Scientist er virtasta tímarit á sviði umfjöllunar um kjarnorkuvopnamál. Tímaritið er einkum þekkt fyrir “kjarnorku-klukkuna” í haus blaðsins. Það, hversu margar mínútur klukkuna vantar í miðnætti, byggir á mati útgefenda á því hversu líklegt sé að komi til kjarnorkuátaka á næstu árum. Ritstjórn tímaritsins hefur breytt klukkunni allnokkrum sinnum á síðustu árum og áratugum. Hana vantar nú sjö mínútur í tólf – sem gefur til kynna meiri hættu en oft á dögum kalda stríðsins.

Í nýlegu hefti tímaritsins birtist umfjöllun um kjarnorkuvopnaeign Rússlandsstjórnar. Fyllsta átæða er til að vekja athygli á greininni og hinum vantaða vef blaðsins.