Janúarmálsverður í Friðarhúsi

By 25/01/2015 Uncategorized

Það verður miðausturlenskt þema í matseðli fjáröflunarmálsverðarins í Friðarhúsi föstudagskvöldið 30. janúar. Daníel Haukar Árnason úr miðnefnd SHA eldar og leitar í smiðju kokka frá Jerúsalem af ýmsum trúarbrögðum.

Matseðill:

* Heimabakað Jerusalem-brauð

* Rauðrófusósa

* Hummus

* Graskersmauk

* Ofnbakaðar sætar kartöflur með fíkjum og chili

* Saffran hrísgrjón með pistasíum og trönuberjum

* Fyllt eggaldin með lambi

* Arak kjúklingur með mandarínum og fennel

* Velkryddaðar steiktar kjúklingabaunir

* Tahini smákökur

* Möndlu-og mandarínusýrópskaka

Að borðhaldi loknu mun trúbadorinn Hemúllinn taka lagið. Verð kr. 2.000. Sest verður að snæðingi kl. 19. Allir velkomnir.