Hver er Chelsea Manning: fundur á þriðjudag

By 29/01/2017 Uncategorized

Eitt síðasta embættisverk Obama Bandaríkjaforseta var að stytta fangelsisdóminn yfir uppljóstraranum Chelsea Manning. Á sínum tíma fletti Manning ofan af víðtækum stríðsglæpum Bandaríkjastjórnar í einhverjum mikilvægasta gagnaleka síðustu ára. Hver er Chelsea Manning og hvaða máli skiptu upplýsingarnar sem hún kom á framfæri?

Samtök hernaðarandstæðinga boða til fundar um þetta málefni þriðjudagskvöldið 31. janúar kl. 20 í Friðarhúsi. Birgitta Jónsdóttir þingmaður mætir og rekur þessa mikilvægu sögu. Umræður á eftir.