Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

By 30/07/2006 Uncategorized

libanon-fundur280706 Í dálkinum „Frá degi til dags“ í Fréttablaðinu 30. júlí veltir blaðamaður fyrir sér fjölda fundarmanna á mótmælafundi vegna árásanna á Líbanon sem var haldinn við sendirráð Bandaríkjanna 28. júlí. Hann undrast að lögreglan hefur slegið á töluna fimm til sexhundruð manns þar sem samkvæmt myndum í frétt NFS hafi í mesta lagi verið eitt til tvöhundruð manns. Um er að ræða myndband sem sjá má á visir.is (það er ekki myndin sem hér fylgir). Myndin er tekin aðeins ofan frá úr nokkurri fjarlægð og afar erfitt að meta fjöldann eftir henni þar sem fundarmenn skyggja hver á annan. Frá slíkum vinkli þjappast hópurinn frekar saman og sýnist minni en hann raunverulega er. Til að áætla fjöldann út frá mynd þarf hún vera tekinn miklu beinna ofan frá. Ekki var gerð nein tilraun af hálfu fundarboðenda til að telja fundarmenn, en það vill svo til að fyrir fáum dögum var undirritaður í um hundrað manna hópi úti við og gat auðveldlega séð að þarna voru að minnsta kosti fjórum sinnum fleiri og því slógum við á töluna „um fjögurhundruð“ sem lágmarkstölu. Má þó vel vera að rétt tala sé fimm til sex hundruð.

Einar Ólafsson