Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum þeim sem fylgdust með fréttum að óvenjumiklar fregnir voru af hvalrekum við Íslandsstrendur á liðnu ári. Reglubundin skráning á hvalrekum hófst á Íslandi um aldamótin og gengu mun fleiri dýr á land í fyrra en nokkurt hinna mælingaráranna.
Þótt afar sé að sýna fram á óyggjandi orsakasamband, hallast náttúruvísindamenn að því að hernaðaræfingum sé um að kenna. Einkum þegar djúpsprengjum sé beitt, sem skemmt geta heyrn dýranna sem treysta alfarið á hana til þess að rata. Þá er kafbátaleit Nató-véla nefnd sem líkleg skýring, sem og umferð kafbáta. Hvort tveggja getur valdið því að hvalir í djúpköfun syndi of hratt upp á yfirborðið og kunni þar með að fá kafaraveiki, sem reynst getur dýrunum lífshættuleg.
Fyllsta ástæða er til að kalla eftir því að samspil þessara þátta: hernaðar og hvaladráps verði kannað nánar. Ábendingar vísindamanna eru í það minnsta góð áminning um að stríðsleikir geta verið dauðans alvara.