Hvað er ályktun 377?

By 29/07/2006 Uncategorized

Bent hefur verið á þann möguleika að kalla saman Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsins í Líbanon þar eð Öryggisráðið er gagnslaust vegna afstöðu Bandaríkjanna. Þá er vísað til ályktunar 377. Það voru Bandaríkin sem stóðu fyrir því að Allsherjarþingið samþykkti þessa ályktun haustið 1950. Þá um sumarið hófst Kóreustríðið. Rússar beittu þá neitunarvaldi í Öryggisráðinu til að vernda Norður-Kóreu. Samkvæmt þessari ályktun skal Allsherjarþingið fjalla um málið tafarlaust ef um er að ræða árás, ófrið eða hættu á ófriði og Öryggisráðið er ófært um að sinna því ábyrgðarhlutverki sínu að tryggja frið og öryggi. Ályktuninn var næst beitt árið 1956 vegna Súez-deilunnar og hefur verið beitt nokkrum sinnum síðan (sjá nánar hér).

Ályktun 377 – hér sem pdf-skjal.

Sjá einnig hér

Hér er kort sem sýnir hvar Ísrael hefur gert árásir á Líbanon 12.-22. júlí.