Hvað er á seyði í Íran? – Miðvikudagsfundur.

By 24/01/2010 Uncategorized

Iran skopÍran hefur verið í sviðsljósi alþjóðamálanna á undanförnum misserum. Stjórnmálaástandið innanlands er óstöðugt og reglulega kemur til mikilla mótmælaaðgerða sem mætt er af fullri hörku af hálfu stjórnvalda. Landið tengist með ýmsum hætti stríðinu í Írak og margir óttast að Bandaríkjamenn hyggi á stríð við Írani á næstu misserum. Er nema von þó spurt sé: Hvað er á seyði í Íran?

Halla Gunnarsdóttir blaðamaður hefur dvalið í Íran og kynnt sér stöðu mála. Hún mun ræða um nýjustu fréttir og setja í pólitískt og sögulegt samhengi á félagsfundi SHA í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 27. janúar kl. 20. Allir velkomnir.