Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

By 30/07/2007 Uncategorized

Samkvæmt fréttum Stöðvar tvö nú undir kvöldið hefur verið hætt við að fara fram á heimild til lágflugs í tengslum við fyrirhugaðar heræfingar NATO. „Aðstoðarmaður utanríkisráðherra vill koma því á framfæri að ekki verði farið fram á varaheimild til lágflugs yfir landinu í tengslum við heræfingar á landinu um miðjan ágúst, og að lágflug verði því ekki hluti æfinganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var búið að fara fram á slíka heimild, svo breyting hefur orðið þar á.“ Sjá nánar visir.is.

Utanríkisráðuneytið virðist hafa metið það svo að slík andstaða yrði við lágflug orrustuþotanna að betur væri heima setið. En betur má ef duga skal til að heræfingarnar verði slegnar af. SHA mun halda áfram sem fyrr að andæfa heræfingum hér, bæði þeim sem fyrirhugaðar eru um miðja ágúst sem og þeim sem síðar verða. Skv. áætlunum fastaráðs Atlantshafsbandalagsins um eftirlit bandalagsins með lofthelgi Íslands er gert ráð fyrir heræfingum fjórum sinnum á ári. SHA munu af alefli berjast gegn slíkum æfingum.