Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

By 08/06/2007 Uncategorized

palestinafrjals 02 Dagskrá í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 9. júní kl 14.00 – helguð 40 ára hernámi Palestínu og alþjóðlegu baráttudegi gegn Aðskilnaðarmúrnum

Dagurinn er alþjóðlegur baráttudagur gegn Aðskilnaðarmúrnum, sem verið er að reisa á herteknu palestínsku landi í trássi við alþjóðalög. Þess verður einnig minnst að 40 ár eru liðin frá Sex daga stríðinu og upphafi hernáms Vesturbakkans og Gazastrandarinnar, hernáms sem varir enn.

Dagskráin hefst kl. 14:00. Kvikmyndin The Iron Wall verður sýnd, og umræður á eftir. Við sama tækifæri verður haldið upp á útgáfu Frjálsrar Palestínu, málgagns félagsins.

Allir velkomnir!

Félagið Ísland – Palestína

Friðarvefurinn hvetur lesendur sína til að fjölmenna. Vert er í þessu samhengi að fagna þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fyrir Alþingi um viðurkenningu Ísland á ríkisstjórn Palestínu. Sjá nánar á vef Alþingis.