Fundað á Akureyri

By 19/11/2009 Uncategorized

Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi efna til opins fundar um heimsvaldastefnu og hernaðarhyggju í samtímanum. Fundurinn verður haldinn sunnudaginn 22. nóvember 2009 í sal Zontafélagsins á Akureyri, Aðalstræti 54A, klukkan 14.00.

Erindi:

1. “Vald fjöldans: Andspyrna gegn heimsvaldabrölti í hnattvæddum heimi”. Edward Huijbens, dósent við HA fjallar um hugmyndir Michael Hardt og Antonio Negri um birtingarmyndir Valdsins og möguleika á andspyrnu gegn þeim

2. “Vestræn hernaðarstefna – sókn og hrunadans“. Þórarinn Hjartarson, sagnfræðingur, fjallar um hernaðarhyggju eftir tíma kalda stríðsins.

Fundurinn er opin öllum. Farið verður fram á 500 króna kaffigjald frá þeim sem eru aflögufærir.