Fullveldisfögnuður SHA, 28. nóv.

By 23/11/2008 November 26th, 2008 Uncategorized

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 28. nóvember n.k. Matseðillinn verður venju fremur glæsilegur, enda um hálfgert jólahlaðborð SHA að ræða.

Guðrún Bóasdóttir (Systa) eldar. Matseðillinn er á þessa leið:

* Heimalöguð sænsk jólaskinka með karöflusalti, gulrótar appelsínusalati og sinnepssósu

* Heimagerð lifrakæfa (verður borin fram heit) og heimagert rúgbrauð

* Reykt nautatunga með piparrótarrjóma

* Karrýsíld

* Tómatsalsasíld

* Fyrir þá sem ekki borða kjöt verður hnetusteik á boðstólum

* Kaffi og smákökur

Borðhald hefst kl. 19:00 en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Verð kr. 1.500.

Boðið verður upp á fjölbreytta skemmtidagskrá, sem kynnt verður síðar.