Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

By 24/03/2008 Uncategorized

28. febrúar síðastliðinn var lagt fyrir Alþingi Frumvarp til laga um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja.

Þingmenn úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki standa að þessu frumvarpi. Flutningsmenn eru Steingrímur J. Sigfússon, Ásta R. Jóhannesdóttir, Ellert B. Schram, Guðjón A. Kristjánsson, Guðni Ágústsson, Huld Aðalbjarnardóttir, Kristinn H. Gunnarsson og Steinunn Þóra Árnadóttir.

Þetta frumvarp er nú flutt á Alþingi í áttunda sinn. Fyrst var það flutt árið 1987 en síðast árið 2000. Frumvarpið er nú óbreytt frá því það var flutt síðast að því undanskildu að nú nær það ekki til efnavopna, enda hafa Íslendingar nú fullgilt samning um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra sem, eins og nafnið gefur til kynna, felur í sér allar þær skuldbindingar sem friðlýsing landsins fyrir efnavopnum felur í sér.

Áður en fyrst var flutt frumvarp til laga um þetta efni höfðu fjórum sinnum verið fluttar um það þingsályktunartillögur, fyrst árið 1976.

Þetta mál hefur alltaf notið víðtæks stuðnings á Alþingi og hafa þingmenn allra flokka, sem ekki hafa verið því skammlífari, einhvern tíma verið meðflutningsmenn, en frá því það var fyrst sett fram í frumvarpi hefur Steingrímur J. Sigfússon mælt fyrir því.

Frumvarpið má nálgast á vef Alþingis ásamt greinargerð og fylgiskjölum.

Þingsályktunartillögur og frumvörp um friðlýsingu íslands fyrir kJarnorkuvopnum:

Þingsályktunartillögur
97. löggjafarþing 1976
100. löggjafarþing 1978
102. löggjafarþing 1980
107. löggjafarþing 1984

Frumvörp
109. löggjafarþing 1987
115. löggjafarþing 1991
120. löggjafarþing 1996
121. löggjafarþing 1996
122. löggjafarþing 1997
123. löggjafarþing 1998
125. löggjafarþing 2000
135. löggjafarþing 2008