Eftir langa bið snúa fjáröfnunarmálsverðir Friðarhús aftur. Föstudagskvöldið 24. september geta hernaðarandstæðingar komið saman á ný, notið góðra veitinga og styrkt baráttuna. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina og matseðillinn tekur mið af árstímanum:
- Uppskerukássa í hnetusósu
(nýtt grænmeti, blandað nauta og kindakjöt) - Fyrir grænkera er kjúklingabaunakássa
- Borðið fram með rófustöppu nýuppteknu salati.
- Kaffi og konfekt í eftirrétt
Trúbadorinn Linus Orri mun svo taka lagið.
Sest verður að snæðingi kl. 19 en húsið verður opnað klukkustund fyrr. Verð kr. 2.000. Öll velkomin