Friðarmerki á Klambratúni

By 29/09/2010 Uncategorized

Laugardaginn 2. október n.k. munu ýmis félagasamtök og friðarhreyfingar efna samkomu á Klambratúni, þar sem þátttakendur bera kyndla og mynda stórt friðarmerki. Samskonar athöfn fór fram í fyrra og tóks mjög vel. En hér má sjá myndskeið frá aðgerðum í ýmsum borgum.

Dagurinn er jafnframt fæðingardagur indverska stjórnmálamannsins og hugsuðarins Gandhis. Sendiherra Indlands á Íslandi flytur ræðu og kyndlar verða seldir á 500 krónur.

Friðarsinnar eru hvattir til að fjölmenna á Klambratún kl. 20, n.k. laugardag.