Friðarhús um helgina: aðalfundur og fyrirlestur

By 19/04/2007 Uncategorized

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn laugardaginn 21. apríl n.k. kl. 14 í Friðarhúsi. Á dagskránni verða hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins:

* Stjórn félagsins skýrir frá hag félagsins og rekstri þess á liðnu starfsári.
* Efnahagsreikningur og rekstrarreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagðir fram til samþykktar.
* Rekstraráætlun lögð fram til umræðu og samþykktar.
* Stjórn félagsins kjörin ásamt endurskoðendum eða skoðunarmönnum.

Vegna laga um einkahlutafélög er afar mikilvægt að sem flestir mæti á fundinn. Þeir sem ekki eiga heimangengt eru hvattir til að veita umboð fyrir atkvæðum sínum. Það má t.d. gera með því að senda tölvupóst á netfangið sha@fridur.is

Sömuleiðis er rétt að vekja athygli á því að enn er hægt að bætast við hluthafahópinn fyrir aðalfund. Sjá nánar.

Fyrirlestur um alþjóðamál. Þýski hagfræðingurinn og rithöfundurinn F. William Engdahl, sem er á Íslandi á vegum bókabúðarinnar Slagsíðunnar, heldur fyrirlestur í Friðarhúsinu föstudaginn 20. apríl klukkan 19:00.

Aðgangseyrir að fyrirlestrinum í Friðarhúsinu er 1500 krónur, en innifalið í verðinu er grænmetismatur kokkaður af yfirmatreiðslumanni Kaffi Hljómalindar, Einar Rafni.

Maturinn hefst klukkan 19:00 og fyrirlestur Engdahls hefst stuttu seinna.

Sjá nánar.