Fjáröflunarmálsverður, 1. maí kaffi & Dagfari

By 26/04/2011 April 28th, 2011 Uncategorized

Föstudagskvöldið 29. apríl verður hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi verður yfirkokkur og verður matseðillinni einfaldur:

* Matarmiklar tómatsúpur: annars vegar með kjúlkingi en hins vegar með grænmeti
* Lífrænt brauð úr Brauðhúsinu, Grímsbæ
* Bragðgóður eftirréttur

Borðhald hefst að venju kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Alli velkmnir. Verð kr. 1.500

* * *

Morgunkaffi SHA á 1. maí er ómissandi byrjun á baráttudegi verkalýðsins. Það hefst kl. 11 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 og stendur fram að kröfugöngu verkalýðsfélaganna sem leggur af stað kl. 13:30. Líkt og undanfarin aldarfjórðung er kaffigjaldið litlar 500 krónur.

* * *

Dagfari, tímarit SHA, er kominn í prentun. Félagsmenn fá blaðið sent heim til sín og eru þeir sem nýverið hafa flutt heimili sitt því hvattir til að tilkynna breytinguna hið fyrsta, t.d. með því að senda póst á sha@fridur.is