Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

By 29/10/2005 Uncategorized

Stefnuskrá Samtaka herstöðvaandstæðinga var samþykkt á landsráðstefnu síðla árs 1995. Stefnt er að því að ræða stefnuskránna á aðalfundi SHA laugardaginn 5. nóvember næstkomandi og er undirbúningsvinna þegar hafin.

Fimmtudagskvöldið 20. október kl. 20 verður boðað til fundar í Friðarhúsi, nýjum húsakynnum SHA á horni Snorrabrautar og Njálsgötu. Þar verður dreift drögum að nýrri stefnuskrá í framhaldi af umræðum á síðasta fundi og er markmiðið að þróa þær tillögur áfram fyrir aðalfundinn.

Herstöðvaandstæðingar eru sem fyrr hvattir til að mæta og ræða um grundvallaratriðin í baráttu hreyfingarinnar.

Heitt á könnunni og léttar veitingar á vægu verði.