Fimmtudagsbíó – aðdragandi Júgóslavíustríðsins

By 21/08/2007 Uncategorized

Fimmtudagskvöldið 23. ágúst standa Samtök hernaðarandstæðinga fyrir kvikmyndasýningu í Friðarhúsi í samvinnu við aðstandendur bókabúðarinnar Slagsíðu. Sýnd verður heimildarmyndin Yugoslavia – The Avoidable War.

Í myndinni verður athyglinni beint að aðdraganda borgarastyrjaldarinnar í Júgóslavíu á tíunda áratugnum og þá sérstaklega þátt sumra NATO-ríkja í að kynda undir ófriðarbálinu. Myndin hefur vakið mikla athygli, en í henni er meðal annars að finna viðtöl við ýmsa háttsetta fyrrum ráðamenn frá Bandaríkjunum, Þýskalandi og Evrópusambandinu. Þetta er mynd sem áhugafólk um samtímasögu má ekki láta fara fram hjá sér.

Sýningin hefst stundvíslega klukkan 20, en hún er vel á þriðju klukkustund.