Félagsfundur SHA: Afvopnun eða vígvæðing – hvað er á seyði í öryggismálum Íslendinga?

By 20/02/2009 Uncategorized

afvopnun
Samtök hernaðarandstæðinga efna til opins félagsfundar mánudagskvöldið 23. febrúar kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 89.

Gestur fundarins verður Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.

Það er margt að gerast á sviði hernaðar- og afvopnunarmála sem Íslendingar ættu að láta sig varða. Á dögunum var kynnt skýrsla Thorvalds Stoltenbergs með tillögum um norrænt hernaðarsamstarf. Tillögur liggja fyrir Nató um stofnun fastahers. Árekstur kjarnorkukafbáta í Atlantshafi hefur rifjað upp gamlar kröfur um kjarnorkufriðlýsingu. Og deilt er um stöðu og framtíðarhlutverk Varnarmálastofnunar.

Rætt verður um þessi mál og fleiri á fundinum. Allir velkomnir.