Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

By 20/02/2017 Uncategorized

Eldamennskan á hinum mánaðarlega fjáröflunarmálsverði Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi, föstudaginn 24. febrúar, verður að þessu sinni í höndum bræðranna Gísla og Friðriks Atlasona. Matseðillinn verður sem hér segir:

  • Avanti o popolo, Lasagne rossa
  • Gómsæt grænmetissúpa friðarsinnans
  • Með þessu er borið fram ljúfbakað brauð og salat
  • Súkkulaðikaka lífsins ásamt nýlöguðu kaffi í eftirrétt.

Skemmtidagskrá verður kynnt síðar.

Verð kr. 2.000. Borðhald hefst kl. 19. Öll velkomin