Bókabúð Slagsíðunnar

By 10/04/2007 Uncategorized

bushinbabylon Friðarvefurinn vill vekja athygli lesenda sinna á bókabúð Slagsíðunnar, sem var opnuð nýlega.

Í Bókabúð Slagsíðunnar eru bækur sem ekki er alltaf hægt að ganga að vísum í öðrum bókabúðum. Þar er meðal annars ágætt úrval bóka sem fjalla um alþjóðamál, stjórnmál og þjóðfélagsmál almennt á gagnrýninn hátt.

Bókabúð Slagsíðunnar er á Laugavegi 21, á móti Máli og menningu, í kjallaranum undir Kaffi Hljómalind þar sem Snarrót var áður til húsa. Búðin er opin alla daga nema sunnudaga kl. 15 – 18.