Vægi einkafyrirtækja og málaliðaherja fer sífellt vaxandi í nútímahernaði. Hér er áhugaverð samantekt vefútgáfu Business Insider á stærstu og umsviamestu fyrirtækjunum í þessari óhugnanlegu atvinnugrein.
Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 24. febrúar nk.
Matseldinn verður í höndum Daníels Hauks Arnarssonar og Snærósar Sindradóttur. Þau bjóða upp á:
* Fiskisúpu
* Grænmetissúpu
* Brauð
Tónlistarmennirnir Gímaldin og Skúli mennski taka lagið að borðhaldi loknu.
Sest verður að snæðingi kl. 19:00. Verð kr. 1.500. Allir velkomni.
Heimildarmyndin Íslenska sveitin eftir Kristinn Hrafnsson og Friðrik Guðmundsson vakti mikla athygli fyrir fáeinum misserum. Hún dró upp ógleymanlega mynd af hinu svokallaða friðargæsluliði Íslendinga á flugvellium í Kabúl, sem margir töldu bera skýr merki þess að vera hersveit.
Erlenda útgáfa myndarinnar, The Chicken Commander, var enn beittari og áhrifameiri. Myndin hefur öðru hvoru verið sýnd í Friðarhúsi á vegum Samtaka hernaðarandstæðinga.
N.k. mánudag, 13. febrúar kl. 20, verður myndin sýnd á ný í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Friðarsinnar eru hvattir til að mæta.
Þrjár friðargöngur verða á Þorláksmessu. Í Reykjavík, á Ísafirði og á Akureyri. Tvær þær fyrstnefndu hefjast klukkan 18, en Norðlendingar bíða til kl. 20.
Í Reykjavík verður safnast saman á Hlemmi frá klukkan 17.45 og lagt af stað klukkan 18. Í lok göngu verður fundur á Lækjartorgi þar sem Magnús Þorkelsson, aðstoðarskólastjóri í Flensborgarskóla, flytur ávarp en fundarstjóri er Bryndís Björgvinsdóttir, þjóðfræðingur og rithöfundur. Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur í göngunni og við lok fundar undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.
Á Ísafirði verður lagt af stað frá Ísafjarðarkirkju klukkan 18 og gengið niður á Silurtorg. Lúðrasveit tónlistarskólans spilar og Brynja Huld Óskarsdóttir flytur ávarp.
Á Akureyri stendur hópurinn Friðarframtak fyrir blysför í þágu friðar klukkan 20. Gengið verður frá Samkomuhúsinu Hafnarstræti og út á Ráðhústorg. Kerti á staðnum. Ávarp flytur séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir og Eyrún Unnarsdóttir syngur.
Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, ath. breyttan tíma.