Skip to main content

SHA og MFÍK funda um Sýrland

By Uncategorized

Samtök hernaðarandstæðinga og Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna efna til sameiginlegs fundar um málefni Sýrlands miðvikudagskvöldið 11. september kl. 20 í Friðarhúsi.

Gunnar Hrafn Jónsson fréttamaður á RÚV mun rekja bakgrunn átakanna og fjalla um stríðandi fylkingar. Sigríður Víðis Jónsdóttir rithöfundur, sem þekkir vel til í Miðausturlöndum, mun ræða um daglegt líf í Sýrlandi, afleiðingar stríðsins og flóttamannavanda. Almennar umræður á eftir.

Fyrir fundinn, munu félagar í MFÍK bjóða upp á kvöldverð í fjáröflunarskyni. Borðhald hefst á slaginu 19. Boðið verður upp á rómaðan lambapottrétt og víðfræga matarmikla linsubaunasúpu. Verð kr. 1.500.

Allir velkomnir.

Streð að heimsyfirráðum skýrir árásarhneigðina

By Uncategorized

Eftirfarandi pistill er eftir Þórarinn Hjartarson, formann Norðurlandsdeildar SHA.

Árásarhneigð Vesturveldanna – með Bandaríkin í fararbroddi – eftir fall múrs og Sovéts verður ekki skýrð og skilin nema sem streð eftir heimsyfirráðum. Það þarf orðið meira en meðalheimsku til að trúa á hina vestrænu vísun til „mannúðar og mannréttinda“ í árásunum á Júgóslavíu, Afganistan, Írak, Líbíu og nú Sýrland, enda eru æ færri sem trúa. Dreifing fórnarlandanna í og kringum hin olíuríku Miðasuturlönd er ekki tilviljun. Einbeitt árasárhneigðin er  meira en bara almenn keppni um áhrifasvæði. Hún verður ekki skýrð nema sem keppni um óskert yfirráð Vesturveldanna í Miðausturlöndum – sem aftur er lykilhlekkur í streði að heimsyfirráðum.

 

Ef leita skal að sögulegri hliðstæðu þess sem nú fer fram er eðlilegast að fara aftur á 4. áratuginn. Öxulveldin hófu þá hernaðarlega útþenslu með innrás Japana í Mansjúríu 1931, síðan inn í Kína og svo koll af kolli en fasistaríkin í Evrópu tóku Abbisiníu 1935, steyptu spænska lýðveldinu, tóku Austurríki, Tékkóslóvakíu, Pólland, Danmörku, Noreg, Frakkland… Í áratug horfði Þjóðabandalagið á þetta og gerði ekkert.

 

Eftir fall múrs og Sovéts varð heimurinn pólitískt og hernaðarlega einpóla. Yfirþyrmandi vald safnaðist við þennan eina pól þar sem var risaveldið eina, Bandaríkin, og bandamenn þess í NATO. Í krafti þess á sú blokk í flullu tré við alla hugsanlega andstæðinga sína og notfærir sér það óspart.

 

Efnahagslega – hins vegar – eru aðrir pólar í vexti sem sauma að gömlu heimsveldunum. Það eru „nýmarkaðslöndin“ með Kína þar fremst í flokki. Landið er m.a. stærsti  iðnaðarframleiðandi heims og aðild þess að heimsmarkaði vex stöðugt á kostnað iðnríkja Vesturlanda. Kína er þess vegna strategískur höfuðandstæðingur Vesturveldanna. Efnahagslegt undanhald USA og ESB verður enn greinilegra í yfirstandandi kreppu. Hins vegar getur Kína ekki mælt sig við Bandaríkin í pólitískum, diplómatískum og hernaðarlegum styrk (á sínum tíma tóku Bandaríkin einnig efnahagslega forustu á heimsvísu miklu fyrr en hina pólitísku og hernaðarlegu forustu). Það er þessi blanda efnahagslegs undanhalds og pólitísk-hernaðarlegrar útþenslu sem veldur nýjum og nýjum styrjöldum og afar dapurlegu útliti fyrir heimsfriðinn.

 

Hernaðartrompið er síðasta stóra tromp Vesturveldanna og þau beita því óspart í heimsvaldataflinu. Útþensluaðferð þeirra er að stórum hluta hernaðarleg. Ekki síst gerist hún með útþenslu og endursköpun eina hernaðarbandalagsins, NATO. NATO hefur fjöldgað aðildarlöndum úr 16 í 28 og rúmlega annar eins fjöldi hefur sk. bandalagsaðild (partnership). Þetta hefur til dæmis leitt af sér að öll lönd við Miðjarðarhaf nema tvö, Sýrland og Líbanon, hafa nú hernaðarlega samvinnu við NATO (fyrir rúmum 2 árum var Líbía þriðja óháða ríkið). Hvert ríki sem bætist við NATO-samstarfið verður hernaðarlegur stökkpallur gegn þeim ríkjum sem eftir eru utan við.

 

Önnur aðferð í útþenslunni er einmitt sú að ráðast með her á þau ríki sem reka sjálfstæða og óháða utanríkisstefnu. Það gerist alltaf á svipaðan hátt. Vesturveldin setja á dagskrá (í heimspressunni) nauðsyn „valdaskipta“ í viðkomandi landi, beitt er pólitískri og diplómatískri einangrun og leitað að mögulegum misklíðaefnum innan lands, einn trúar- eða þjóðernishópur styrktur gegn öðrum o.s.frv. Jafnframt hefst skrímslisgering (demónisering) stjórnvalda viðkomandi lands gegnum heimspressuna. Ef þetta nægir ekki er leitað að yfirvarpi til íhlutunar. Ef illa tekst til og ekkert heppilegt yfirvarp gefst er það einfaldlega búið til með leyniþjónustuaðferðum og auglýst í heimspressunni (sbr. Sýrland í  dag)

 

Sem áður segir varð heimurinn einpóla eftir fall múrsins. Á seinni árum hefur vaxið fram nýr pólitískur og hernaðarlegur mótpóll. Lönd sem helst girða fyrir full heimsyfirráð NATO-veldanna eru annars vegar Rússland (f.o.m. Pútin) og hins vegar Kína. Þriðji aðilinn í andstöðuhópnum er Íran og svo eru minni lönd eins og Sýrland, Venezúela og Kúba. Það blasir við að miðað við NATO-blokkina stóru og pólitísk fylgiríki hennar er þessi blokk lítil og minni háttar að pólitískum styrk. Á móti sér hefur hún t.d. nær alla heimspressuna.

 

Í Miðausturlöndum er staðan sú að Sýrland er eini bandamaður Írans ásamt Hizollasamtökunum í Líbanon. Ef Vesturveldunum tekst að kyrkja Sýrlandsstjórn og ná um leið kverkataki á Hizbolla er augljóst hver er næstur í röðinni: Íran. Leiðin til Teheran liggur um Damaskus. Og – takist síðan að steypa Íransstjórn standa Rússland og Kína einangruð á heimsvísu, og full heimsyfirráð eru þá innan seilingar hjá Vesturblokkinni, a.m.k. raunverulegri hjá nokkru heimsveldi áður.

 

Það er þetta sem er í húfi. Árásirnar á hin einstöku lönd byggir á herfræðilegri heildarhugsun. Þess vegna stöndum við frammi fyrir þessum djöfulskap. Þess vegna er Bandaríkjaforseti (friðarverlaunahafinn) tilbúinn að setja þennan heimshluta á annan endan með stórstyrjöld. Þess vegna er hann tilbúinn að ráðast á Sýrland þó hann þurfi að fara einn. Hann þykist sjá að mikið hangi á spýtunni. Annars væri háttarlag hans óskiljanlegt.

 

Ég nefndi í upphafi máls samanburð við 4. áratuginn. Eitt af öðru eru óþæg ríki kyrkt. Heimurinn horfir á. Og nú gildir hið sama um Sameinuðu þjóðirnar eins og Þjóðabandalagið þá: Þær standa ekki gegn þeirri nöktu árásarhneigð sem hér er til umræðu. Þær hafa ýmist  (t.d. í Írak 1991 og Líbíu 2011) beinlínis verið verkfæri hernaðarstefnunnar eða þá setið aðgerðarlausar, og þegjandi látið NATO eða Bandalag viljugra fara sínu fram.

 

Hafi nokkurn tíma verið tilefni til að andæfa þessum morðingjum heimsins þá er það nú. Kurteisleg tilmæli Sigmundar Davíðs til Obama um að „leita friðsamlegra lausna“ er miklu betri en stuðningur við hernaðaraðgerðirnar en missir samt marks af því talað er við ásrásaraðila. Stríðið í Sýrlandi hefur frá upphafi verið stríð vestrænt studdra innrásaafla gegn Sýrlandi. Krafan til Obama og bandamanna hans er: Burt með býfurnar af sýrlandi. Og ef/er árás hefst er skylda okkar: fullur stuðningur við Sýrland.

Þórarinn Hjartarson

Friðarhreyfingar hafna árásum á Sýrland

By Uncategorized

Samtök friðarhreyfinga vítt og breitt um Evrópu hafa á síðustu sólarhringum mótmælt harðlega grímulausum stríðsundirbúningi nokkurra af helstu forysturíkjum Nató. Eftirfarandi ályktun hefur borist frá hinum kunnu bresku samtökum CND, Campaign for Nuclear Disarmament og birtist hún hér í heild sinni á ensku:

CND opposes any military attack on Syria. Such actions will only exacerbate this bloody civil war and risk drawing neighbouring states into the conflict.

The alleged use of chemical weapons within Syria is to be condemned in the strongest terms, and full details must be sought and secured by UN inspectors. But the right response is to urgently seek a political solution, ensuring that the Syrian people can democratically choose their own form of political, economic and social structures. A political solution takes time but ultimately it is the only viable way to secure long term peace, democracy and stability.

The fact that the British Government is considering military intervention shows that it has not learned the lessons of the recent past. Former Prime Minister Tony Blair’s support for an attack, despite the ongoing violence in Afghanistan and Iraq more than ten years since their invasion, is particularly reprehensible. His willingness to ‘pay the blood price’ resulted in hundreds of thousands of innocent deaths in Iraq. These catastrophic wars, based on the discredited doctrine of so-called ‘humanitarian’ intervention, have cost countless lives, and have set back health, education, infrastructure and human security immeasurably. Military intervention by foreign powers, in their own interests, is not the answer to complex and tragic national or regional problems.

The strength of public opinion is overwhelmingly against military intervention. According to a YouGov poll, 74% of the British public oppose sending troops to fight, with only 9% in support. The skewed priorities of this government are clear: while cutting funding for health and education it is continuing to spend billions on new weapons of destruction and is prepared to commit further resources to war. An attack on Syria would not only bring a human cost – with the inevitable ‘collateral damage’ of civilian deaths – but each Tomahawk missile fired will cost almost £1 million. 

All efforts must be made to achieve a swift and peaceful resolution to the conflict. The situation in Syria is grave, but military intervention is no answer for the complex problems facing the country. We appeal to British parliamentarians to reject a call to attack Syria and urge the strongest possible demonstrations in support of that position. 

Ávarp flutt á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

By Uncategorized

Kristinn Már Ársælsson, félagsfræðingur og stjórnarmaður í lýðræðisfélaginu Öldu flutti ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9. ágúst 2013:

Ágæta samkoma.

Ég var 17 ára þegar ég sprengdi fyrst kjarnorkusprengju. Sprengjan hitti beint í mark og sprakk í Róm. Fleiri borgir fylgdu í kjölfarið á Ítalíu og norðar í Evrópu. Geislavirkni hamlaði framgangi á þeim svæðum sem sprengjurnar sprungu, þannig gat ég komist að með skriðdreka og gert loftárásir. Það leið ekki á löngu þar til stealth flugvélar streymdu út úr verksmiðjunum. Andstæðingarnir áttu ekki möguleika eftir það. Hver borgin á fætur annarri féll eftir endurteknar árásir úr lofti, af sjó og landi, og kjarnorkusprengjum var beitt á erfiðari skotmörk. Ég missti ekki svefn yfir því að eyða Róm en vakti örugglega eitthvað fram á nótt nokkrum sinnum til að komast aðeins lengra í einum vinsælasta tölvuleik 10. áratugarins.

Það er óhætt að fullyrða að menningin okkar er lituð og jafnvel gegnsósa af stríði. Skot- og stríðsleikir eru gríðarlega vinsælir. Nýjustu skotleikirnir eru svo raunverulegir að leiknar Hollywood stríðsmyndir frá 8. áratugnum virðast tölvugerðar með lélegri grafík. Og frá kvikmyndaverum hafa í gegnum tíðina streymt myndir og sjónvarpsþættir sem styrkja og viðhalda þeirri ímynd að stríðsrekstur sé eðlilegur hluti og raunar frekar töff.

Sjálfur var ég ekki á móti stríðum og herjum fyrr en fremur nýlega. Það eru innan við 10 ár. Réttlætingin var sú að menn yrðu að geta varið sig en árásarstríð voru óásættanleg. En í raun og veru var ég bara gegnsósa af menningunni. Og er það svo sem ekkert skrýtið. Stríð, kjarnorkusprengjur, stealth flugvélar og m-16 rifflar eru eðlilegur og jafnvel stór hluti af menningunni, a.m.k. menningu ungra drengja á Vesturlöndum. Flest lönd hafa heri og verja þau miklu fjármagni og mannafla í rekstur þeirra. Þetta er svið sem er umfangsmikill hluti af flestum samfélögum. Stríðsátök standa yfir um allan heim og birtast okkur í fréttum. Það þarf í raun nokkuð átak að komast á þá skoðun að stríð sé ekki eðlilegur hluti af heiminum heldur ástand sem við þurfum að losna undan.

Við þurfum að vera duglegri við að setja spurningamerki við það sem við gerum, og á það við okkur hvert og eitt og okkur sem samfélag og sem hluta af samfélagi samfélaga. Við verðum að vera árvökul. Það er svo auðvelt að falla inn í strauminn og mynstrið og sjá ekki allt það sem er rangt, ósiðlegt og illa gert. Það krefst átaks að synda gegn straumnum, það er oft erfitt að breyta til og skipta um skoðun. Það getur verið erfitt að viðurkenna að maður hafi haft rangt fyrir sér. En í raun ætti þessu að vera öfugt farið, það ætti að vera erfitt að skipta ekki um skoðun þegar maður stendur frammi fyrir upplýsingum sem kollvarpa eigin sannfæringu eða draga hana í efa.

Ofan á það bætist svo að við erum fljót að gleyma og svolítið lengi að læra. Við höfum ekki enn dregið þann augljósa lærdóm af voðaverkunum í Hiroshima og Nagasaki að kjarnorkusprengjur ættu ekki að eiga nokkurn sess í okkar tilveru. Það sem er ekki fyrir framan nefið á okkur er fjarlægt, kemur okkur ekki svo mikið við. Vika er langur tími í stjórnmálum. Fréttir að morgni eru orðnar úreltar seinnipartinn. Það þýðir ekkert að dvelja í fortíðinni og þar fram eftir götunum. Að vissu leyti er þetta kostur því við þurfum að geta komist yfir hamfarir og áföll. Haldið áfram. En við þurfum að verða betri í því að draga lærdóm af gjörðum okkar. Miklu betri.

Við þurfum að leggja okkur fram um að breyta menningunni. Það er oft talað um kynslóðaskipti og ég held að það sé mikið til í þeirri hugsun að breytingar á samfélögum verði milli kynslóða. Við þurfum að gera stríðsrekstur, hergagnaframleiðslu, kjarnorkusprengjur og ofbeldi að óeðlilegum hluta í samfélaginu. Og við þurfum að byrja á okkur sjálfum og börnunum.

Þetta er og verður erfitt. Það liggur svo djúpt á þessu í menningunni. Og við þurfum að taka til hendinni, bæði heima og á opinberum vettvangi. Hvar á að draga mörkin er líka flókin og erfið spurning. Hversu langt á að ganga? Á að henda taflinu? Þarf að setja Hringadróttinssögu og Stjörnustríð í endurvinnsluna? Ég hef ekki eitt gott svar við því nákvæmlega hvar eigi að draga mörkin, en það er ekkert flókið að byrja að setja mörk. Margt er svo augljóslega til þess fallið að viðhalda og endurframleiða stríðsmenningu samtímans að öllum er það ljóst. Við þurfum að byrja á því að spyrja spurninga. Sumum kann að þykja það óþægilegt en við þurfum að bara að vinna með það, að uppgötva nýjan sannleika er hollt, gott og gaman.

Við þurfum að verja tíma með börnunum okkar og unglingum, leika við þau en ekki láta þau afskipt í myrkvuðum herbergjum að tortíma eða hertaka heiminn. Úrvalið af skemmtilegum og uppbyggilegum hlutum til að gera í tómstundum er gríðarlegt. Okkur fjölskyldunni þykir gaman að spila hlutverkaspil og borðspil og eigum ekki leikjatölvu. Við finnum alveg fyrir því að tíminn er af skornum skammti en það er margt hægt þrátt fyrir það.

Sprengjurnar sem féllu á Hiroshima og Nagasaki eru minnisvarðar um hversu hræðileg við mennirnir getum verið. En þær eru líka minnisvarðar um að stríð var og er hluti okkar siðmenningar. Kjarnorkusprengjur eru ekki hluti af fortíðinni heldur samtímanum. Wikipedia segir mér að á þessari stundu séu 4300 kjarnorkusprengjur tilbúnar til notkunar í stríði. Samtals séu yfir 17000 sprengjur til.

Við erum fljót að gleyma og lengi að læra. En þessi samkoma (kertafleyting við Tjörnina 9. ágúst 2013) er til marks um að það séu a.m.k. einhverjir sem muni og hún ber með sér von um að á endanum takist okkur að draga þann lærdóm sem við okkur blasir. Það þýðir ekki að láta sem svo að af kjarnorkusprengum stafi engin hætta eða að þær komi okkur ekki við því þær séu ekki hér á landi. Við verðum að vera gagnrýnni en svo.

Við búum ekki í landi sem framleiðir kjarnorkuvopn, sem betur fer. Við erum afar heppin að hafa ekki einu sinni yfir her að ráða. En við erum hluti af hernaðarbandalagi sem er aðili að stríðsrekstri víða um heim. Því er hægt að breyta. Og sem betur fer er þónokkur hópur fólks sem heldur þeirri kröfu á lofti. Fyrir það er ég mjög þakklátur.

Sömuleiðis er ég afar þakklátur fyrir það starf sem friðarhreyfingin á Íslandi hefur unnið og hvern þann sem leggur sitt af mörkum í hvaða mynd sem er til þess færa okkur nær því að útrýma kjarnorkuvopnum og koma á friði.

Ég vil þakka fyrir þann heiður að fá að tala hér í kvöld og vera með ykkur.

Aldrei aftur Hiroshima, aldrei aftur Nagasaki.

Aldrei aftur Hírósíma, aldrei aftur Nagasaki. – Kertafleytingar 9. ágúst

By Uncategorized

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorku-árásanna á Hírósíma og Nagasakí 6. og 9.ágúst 1945 og til að leggja áherslu á kröfuna um heim án kjarnorkuvopna. Um 200 þúsund manns létust  í árásunum á borgirnar Hírósíma og Nagasakí. Síðan hafa enn fleiri dáið meðal annars vegna geislavirkni af völdum sprengjanna og margir eiga enn um sárt að binda. Friðarsinnar telja mikilvægt að komandi kynslóðir dragi lærdóma af kjarnorkuárásunum svo slík vopn verði aldrei framar notuð.

Þetta er því 29. kertafleytingin hér á landi. Um er að ræða hefð sem upprunin er í Japan, en athafnir af þessu tagi fara fram víða um heim.

Í Reykjavík hefst fleytingin klukkan 22:30 föstudaginn 9. ágúst. Safnast verður saman við suðvesturbakka Tjarnarinnar (við Skothúsveg). Fundarstjóri er Áslaug Einarsdóttir mannfræðingur og ávarp flytur Kristinn Már Ársælsson félagsfræðingur. Aðgerðin er á vegum Samstarfshóps friðarhreyfinga, sem er samstarfsverkefni sjö friðarsamtaka og -hópa.

Á Akureyri verður einnig kertafleyting, sem þó hefst hálftíma fyrr eða kl. 22:00. Fleytt verður við Minjasafnsstjörnina. Ávarp flytur Taeko Osioka frá Hirosima sem er kennari og virkur friðarsinni þar í borg. Samstarfshópur um frið stendur að fleytingunnni.