Suður-Súdan hefur komist í heimsfréttirnar upp á síðkastið vegna ófriðarástands í landinu. Guðrún Sif Friðriksdóttir mannfræðingur þekkir vel til mála í Suður-Súdan og mun fræða áhugasama á opnum félagsfundi SHA í Friðarhúsi. Fundurinn verður mánudaginn 10. mars og hefst kl. 20.
Þegar Bandaríkjamenn réðust á Afghanistan í október 2001 höfðu þeir lítið lögmæti til þess. Eftir hryðjuverkaárásirnar mánuði fyrr var auðvitað ljóst að bregðast þurfti við og draga hryðjuverkamennina til saka. Þann 13. september, tveimur dögum eftir hryðjuverkin, barst boð frá Talibönunum um að Bin Laden yrði framseldur gegn framvísun sönnungargaga um sekt hans. Því var ekki tekið.
Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna mælir fyrir um að aðildarríki skuli leysa í ágreiningi sín á milli með friðsamlegum hætti. Herum má aðeins beita í sjálfsvörn. Undantekningin á þessu getur aðeins orðið ef Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkir slíka hernaðaraðgerð. Read More
Föstudagskvöldið 28. febrúar n.k. verður annar fjáröflunarkvöldverður ársins haldinn í Friðarhúsi.
Kokkur kvöldsins verður Geir Guðjónsson, en matseðillinn er sem hér segir:
- Afrískur brúnhænupottréttur
- Naan-brauð
- Hrísgrjón
- Afrísk grænmetiskássa
Að borðhaldi loknu mun trúbadorinn Jakob Viðar Guðmundsson taka lagið.
Allir velkomnir. Borðhald hefst kl. 19:00. Verð kr. 2.000.
Eins og rækilega hefur komið fram, standa nú hér á landi yfir umfangsmiklar heræfingar með þáttöku Nató-herja og flugsveita frá Svíþjóð og Finnlandi. Æfingar þessar eru haldnar til hliðar við hinar reglubundnu þotuflugsæfingar sem ganga undir heitinu „loftrýmisgæsla“, þótt enginn sé óvinurinn.
Loftrýmisgæslan er haldin í samræmi við tímabundinn samning sem gerður var í kjölfar brottfarar bandaríska hersins frá Keflavíkurflugvelli og var hugsaður til að létta lund þeirra sem ekki gátu hugsað sér tilveruna án þess að heyra öðru hverju þotudrunur. Tímabil samningsins er senn á enda, en illu heilli virðist vilji íslenskra stjórnvalda standa til þess að endurnýja hann. Read More
Fyrst: um Bosníu og Kosovo
Í fyrri grein var minnst á nokkur þau voðaverk á undanförnum áratugum sem eru notuð til réttlætingar hinnar vestrænu íhlutana- og hernaðarstefnu, sem „múrbrjótar“ gegn fullveldismúrnum. Það er rík ástæða til að skoða þau dæmi vel. Read More