Ragnheiður Skúladóttir leikstjóri flutti ávarp á kertafleytingu á Akureyri þann 6. ágúst sl.
Kæra samferðafólk
Við erum hér saman komin til að minnast þess að atómsprengju var varpað á Hiroshima 6. ágúst 1945 kl. 08:15. 80.000 manns dóu þá þegar. Sprengjan hét “Little boy” eða lítill drengur.
Þremur dögum síðar var plútóníum sprengju varpað á Nagasaki. Hún hét “Fat man” eða feitur maður. Tölur eru eitthvað á reiki en talið er að á milli 39000 og 80000 manns létust vegna þeirrar sprengingar. Read More
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur flutti meðfylgjandi ávarp á kertafleytingunni á Tjörninni þann 6. ágúst.
Þegar manneskja deyr hverfur með henni heill heimur. Það hverfur ákveðið göngulag sem er ekki alveg eins hjá neinum öðrum, einhver sérstök handarhreyfing, viss svipbrigði, sérstakur hugsunarháttur, ákveðið orðalag, einhver sérviska, kækir, þetta ákveðna bros; sérstök þjáning hverfur og sérstök hamingja; þegar manneskja deyr hljóðnar um leið sérstakur hlátur í veröldinni eða grátur, sérstök atvik, eitthvert samhengi og eftir sitja aðeins minningar samferðafólks, því að þegar manneskja deyr raknar um leið upp flókið net samskipta við annað fólk, vonir og væntingar og kenndir til þeirra hverfa,tilgangur bundinn þeim. Það er ekki til of mikils mælst á þessari gnægtajörð að allar þær sérstöku manneskjur sem í heiminn koma fái notið tiltekinna lágmarksréttinda til jafns við aðra: hafi í sig og á og njóti verka sinna, geti athafnað sig í boðlegum kringumstæðum, fái að elska eins og eðlið býður hverjum og trúa á þann guð sem maður skynjar – eða trúa engu, eigi kost á því að geta orðið besta hugsanlega útgáfan af sér, – það er ekki til of mikils mælst að manneskja sem kemur í þennan heim fái að lifa, því að rétturinn til lífsins er öðrum rétti æðri, rétturinn til að fá að lifa eins og manni hefur verið mældur tími til og deyja svo þegar það er orðið tímabært. Read More