Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um „stríðið gegn hryðjuverkum“. Aðsendar greinar á Friðarvefnum eru að sjálfsögðu verk höfunda sinna og þurfa ekki endilega að endurspegla stefnu vefritsins eða Samtaka hernaðarandstæðinga.
Þátttaka Íslands í refsiaðgerðum Vesturveldanna gegn Rússum hefur verið heitt umræðuefn undanfarið, skiljanlega þar sem viðskiptabannið kemur hart niður á Íslandi, bæði útflytjendum og ýmsum byggðarlögum. Fjölmiðlarnir lýsa málinu sem svo að þar takist á viðskiptahagsmunir (LÍÚ) og hins vegar prinsipp eða siðferðissjónarmið (Gunnar Bragi). Þorsteinn Pálsson segir reyndar að hagsmunamat og siðferðismat fari saman, við græðum til lengdar á að standa með „okkar bandamönnum“. Mjög fáar raddir draga í efa að refsiaðgerðir Vestursins séu réttmætar.