Skip to main content

Fjáröflunarkvöldverður Friðarhúss

By Uncategorized

Í hverjum mánuði er efnt til fjáröflunarmálsverðar í Friðarhúsi til að standa undir rekstri og stofnkostnaði húsnæðisins. Boðið verður upp á góðan mat á kostakjörum, 1.000 kr. skammturinn og léttar veitingar á vægu verði. Föstudagskvöldið 25. nóvember verður boðið upp á heita og kalda sjávarrétti fyrir gesti og gangandi. Húsið opnar kl. 19. Allir velkomnir.

Ljóðakryddað sjávarfang

By Uncategorized

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. nóvember, eins og áður hefur verið kynnt á þessum vettvangi. Þar verður boðið upp á kalda og heita sjávarrétti fyrir einungis 1.000 krónur.

Byrjað verður að framreiða matinn kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr.

Meðan á borðhaldi stendur geta friðarsinnar hlustað á félaga í Nýhil-hópnum flytja ljóð.

Léttar veitingar á vægu verði. Allir velkomnir.

Takið frá helgina!

By Uncategorized

Það verður margt á seyði í Friðarhúsi um næstu helgi og því fyllsta ástæða fyrir friðarsinna að taka hana frá. Á föstudagskvöld verður blásið til fjáröflunarmálsverðar til styrktar reksturs og kaupa á Friðarhúsi.

Sjálfboðaliðar úr röðum félagsmanna SHA bjóða þar upp á ljúffengan kvöldverð fyrir aðeins 1.000 krónur, en einnig verður hægt að fá léttar veitingar á vægu verði.

Byrjað verður að reiða fram matinn kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr. – Yfirskrift matseðilsins að þessu sinni er: Heitir og kaldir sjávarréttir. Fjölmennum og snæðum fyrir góðan málsstað.

* * *

Á laugardag verður loks efnt til nýjungar í félagsstarfi SHA, en þá hefur göngu sína spurningakeppnin Friðarpípan. Þar er um að ræða keppni í anda hefðbundinna spurningaleikja á breskum öldurhúsum (Pub-quiz), þar sem keppt er í tveggja manna liðum. Keppnin hefst kl. 16 og lýkur fyrir kvöldmat. Léttar veitingar á vægu verði.

Milan Rai í fangelsi

By Uncategorized

milan raiFriðar- og umhverfisverndarsinninn Milan Rai heimsótti Ísland sumarið 2004 í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga, flutti erindi um Íraksstríðið og stóð fyrir eftirminnilegum námskeiðum í borgaralegri óhlýðni. Nú berast þær fréttir að Milan Rai hafi byrjað afplánun 28 daga fangelsisdóms, fyrir að neita af samviskuástæðum að greiða rúmlega 2.000 punda skaðabætur til breska utanríkisráðuneytisins vegna slagorða gegn fjöldamorðunum í Fallujah sem Rai skrifaði á vegg ráðuneytisins.

Í Fallujah féll fjöldi óbreyttra borgara og borgin var nálega lögð í rúst. Á síðustu dögum hafa komið fram staðfestingar á fregnum sem bárust á sínum tíma um notkun Bandaríkjahers á fosfórsprengjum.

Enginn hefur verið dreginn til ábyrgðar fyrir stríðsglæpina í Fallujah. Enginn hefur þurft að standa fyrir framan dómara vegna þeirra. Enginn hefur þurft að sitja einn einasta dag í fangelsi – hvað þá 28 daga.

Hægt er að lesa fangelsisdagbók Milans Rai á þessari síðu.